Starfsreglur félagsstjórnar KSK

1. Skipan stjórnar, formaður, varaformaður og ritun firmans

1.1 Að loknum þeim aðalfundi sem stjórnin kýs skal hún strax koma saman til fundar og kjósa sér formann, varaformann og ritara. Skulu þeir kosnir með einföldum meirihluta en falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti. Aldursforseti félagsstjórnar stýrir fyrsta fundi þar til formaður hefur verið kjörinn sem þá tekur við.

1.2 Formaður stjórnar kemur fram út á við fyrir hönd félagsins, nema stjórnin ákveði annað. Geti formaður ekki sinnt starfa sínum sökum forfalla kemur varaformaður í hans stað.

1.3 Meirihluti stjórnar ritar firma félagsins.

1.4 Félagsstjórn veitir prókúruumboð fyrir félagsins hönd.

2. Boðun funda og ályktunarhæfi

2.1 Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þörf krefur, að jafnaði mánaðarlega. Stjórnarfund skal og jafnan halda ef einhver stjórnarmanna eða kaupfélagsstjóri krefst þess. Formaður kveður til stjórnarfunda og sér til þess að aðrir stjórnarmenn séu boðaðir. Tryggir skýrar og nákvæmar upplýsingar til stjórnar og fylgist með framvindu ákvarðana stjórnar og innleiðingu þeirra. Formaður semur dagskrá funda og er talsmaður félagsins. Formaður skal hafa frumkvæði að stjórnin meti árlega störf sín.