Okkar ágóði er þinn ágóði

Þegar þú ákveður að gerast félagi í KSK verður þú félagslegur eigandi. Þú kaupir inn í þinni verslun. Hlutdeild ágóðans skilar sér til þín og uppbyggingar í samfélagi okkar.

Sem félagsmaður ertu eigandi. Þú greiðir 1.000.- krónur í félagsgjald sem varðveitist á þínu nafni í stofnsjóði félagsins.

Áhrif og virkni fyrir framtíðina

Langar þig að hafa áhrif? Eigum við neytendur að huga meira að umhverfismálum? Ertu upptekin af siðferði í viðskiptum? Viltu taka þátt í að móta framtíð félagsins ?

Viljir þú koma á framfæri ábendingum eða skilaboðum þá sendu okkur línu á ksk@ksk.is

Stuðningur við samfélagið

Hluti ágóða KSK og dótturfélaga fer markvisst til baka í samfélagið okkar.

Við styðjum æskulýðs- og íþróttastarf og frumkvæði heimafólks sem leiðir að sjálf-bærni, þegar þú kaupir inn í þinni eigin verslun tekur þú þátt í að bæta samfélagið okkar.

Hlutdeild í ágóðanum

Þegar þú framvísar Samkaupa appinu í Nettó, Kjörbúð, Krambúð eða Iceland færðu 2% inneign, regluleg tilboð, kvittanir í símann.

Þú færð einnig fjölda góðra tilboða, sérauglýst fyrir félagsmenn.