Samfélagsleg ábyrgð
Eitt af meginhlutverkum KSK er samfélagsleg ábyrgð og litar það alla starfsemina.
Samfélagsleg ábyrgð er í genum KSK sem samvinnufélags. Öll starfsemi endurspeglar eðli og
kjarna samvinnufélaga. Megináhersla er á stuðning við nærsamfélagið.
KSK leitast við að vera fyrirmynd fyrirtækja í samfélagslegri ábyrgð og stuðlar að fræðslu sem
eykur samfélagsvitund.
KSK horfir til þriggja þátta í stefnu sinni um samfélagslega ábyrgð:
KSK er hreyfiafl framfara í samfélaginu og hvetur samfélagið til sjálfshjálpar og
sjálfboðaliðastarfa. Dótturfélög KSK eru virk í stuðningi við nærsamfélagið og styðja við ýmis
góð málefni og verkefni.
KSK ber virðingu fyrir náttúrunni og lágmarkar umhverfisáhrif í allri starfsemi og stuðlar að
bættri umhverfisvitund hjá dótturfyrirtækjum sínum.
KSK leggur áherslu á að byggja upp vitund um mikilvægi siðferðis í viðskiptum og verslun og er til fyrirmyndar í siðferðislegu tilliti. KSK stuðlar að ábyrgri innkaupastefnu og ábyrgð í fjármálum.
KSK vill tryggja að bæði félagsmenn og samfélagið á félagssvæði þess fái ávinning af rekstri og
viðskiptum dótturfélaga. KSK vill samþætta umhverfisvernd og sterkt siðferði í rekstri
félagsins og vera hreyfiafl í samfélaginu. Fræðsla er stór hluti stefnu um samfélagslega ábyrgð
og kemur inn á alla meginþætti stefnunnar.