Siðareglur KSK
Hagsmunaárekstrar
KSK ætlast til að starfsmenn og stjórnendur forðist hagsmunaárekstra og starfi í góðri trú með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi. Starfsmaður á aldrei að nýta sér stöðu sína hjá félaginu í eigin þágu eða fjölskyldumeðlima. Hegðun starfsmanns á alltaf að endurspegla hlutleysi og sanngirni að öllu leyti.
Gjafir
Starfsmönnum er óheimilt að þiggja gjafir eða fríðindi frá viðskiptavinum umfram smávægilegum gjöfum sem gera má ráð fyrir samkvæmt eðlilegum viðskiptaháttum. Gjöfum sem hafa verðmæti umfram þetta skal umsvifalaust skila á kurteisislegan hátt ásamt útskýringu á reglum fyrirtækisins hvað þetta varðar.
Störf utan félagsins
Starfsmönnum ber að sýna aðgætni ef þeir taka við störfum utan félagsins til þess að tryggja að slík störf rekist ekki á skyldur viðkomandi og orðspor KSK.
Trúnaðarupplýsingar
Allar mikilvægar upplýsingar ber að fara með sem trúnaðarmál.
Heiðarleg samkeppni
KSK einsetur sér að ástunda heiðarlega viðskiptahætti og ætlast til að starfsmenn félagsins og dótturfélaga komi fram við viðskiptavini, birgja og samkeppnisaðila af réttsýni og heiðarleika og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.
Jafnrétti til vinnu
Það er stefna KSK að stuðla að jafnrétti til vinnu í allri starfsemi sinni. Einnig er það stefna KSK að efla tækifæri og framför starfsmanna dótturfélaga í starfi.
Öryggi starfsmanna
Það er stefna KSK að skapa starfsmönnum dótturfélaga öruggt vinnuumhverfi og fylgja að fullu viðeigandi lögum, reglum og reglugerðum
Góð samskipti
Til að bæta árangur og starfsánægju starfsmanna er áhersla lögð á að þeir komi fram hver við annan af virðingu og sanngirni, eins og þeir vilja að aðrir komi fram við sig.
Nákvæmni í reikningshaldi og skjalastjórnun
Viðhald nákvæmra upplýsinga er mikilvægt. Félagið, yfirmenn þess og dótturfélaga eiga að sjá til þess að skýrslur og skjöl sem eru send til opinberra aðila til birtingar séu tæmandi, nákvæmar, tímanlegar og skýrar.
Eignir félagsins
Það er mikilvægt að starfsmenn gangi um eignir og búnað KSK og dótturfélaga af kostgæfni og virðingu og að starfsmenn sýni ráðdeild við kaup á aðföngum og búnaði. Starfsmenn mega ekki nýta eignir eða búnað fyrirtækisins til persónulegs ávinnings eða í ólöglegu skyni.