Eigendastefna

Þátttaka

KSK fjárfestir í félögum sem styrkja núverandi kjarnastarfsemi félagsins í verslunarrekstri og bætir hag félagsmanna.
KSK fjárfestir í félögum sem sýna samfélagslega ábyrgð.
KSK gerir kröfu til félaga í sinni eigu að nafnávöxtun verði ekki lægri en 10% á ári til lengri tíma.

Stjórn og stjórnendur

Stjórnendur og stjórnir dótturfélaga í eigu KSK skulu skipaðar einstaklingum sem hafa til þess þekkingu og hæfni og viðhafi fagleg og heiðarleg vinnubrögð. Þeir gæti að hæfi sínu á hverjum tíma og vinni með hagsmuni KSK og félagsmanna þess að leiðarljósi, samhliða því að vinna fyrir alla hluthafa.
Stjórnendur, stjórnarmenn og aðrir starfsmenn félagsins og dótturfélaga skulu starfa á grundvelli heiðarleika, með gagnsæjum starfsháttum, félagslegri ábyrgð og umhyggju fyrir öðrum.

Umhverfismál

KSK og félög þess skulu huga vel að umhverfismálum og vinna markvisst að því að verða umhverfisvæn.
Sorpflokkun skal viðhöfð á öllum starfsstöðvum félaga KSK.
Lögð skal áhersla á endurvinnslu og minnkun pappírsnotkunar. Samskipti við viðskiptavini skulu markvisst færð af pappír yfir á rafrænt form. Ársreikningar og uppgjör verði eingöngu á rafrænu formi.
Stefnt skal að því að öll tæki sem ganga fyrir eldsneyti verði skipt út fyrir tæki sem knúin eru raforku eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum líkt og lífeldsneyti eða metangasi.
Vistvæn innkaup verði hluti af stefnu félaga eins og kostur er.
Efla skal umhverfisvitund og áhuga starfsfólks með fræðslu og þjálfun um umhverfismál.

Upplýsingagjöf og útgáfa

KSK og félög þess skulu leggja áherslu á gegnsæi og góða upplýsingagjöf.
Ársreikningar og árshlutauppgjör skulu liggja fyrir innan tilskilins frests og vera
félagsmönnum og öðrum aðgengileg á vef félagsins.
Félagsmenn skulu upplýstir um allar meiriháttar breytingar sem haft geta áhrif á
framtíðarstöðu félaga.
Eigendastefna þessi skal vera aðgengileg félagsmönnum og almenningi á vef KSK.
KSK skal gefa út ítarefni um starfsemi félagsins og félaga sinna þar sem tilgangi og
markmiðum KSK er komið á framfæri.