Skilmálar
Allir sem eru orðnir 16 ára og búa á félagssvæði KSK geta orðið félagar. Félagssvæðið er Suðurnes, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes og Reykjavík.
Félagsgjald er kr. 1.000,- sem varðveitt er í stofnsjóði félagsins á þínu nafni. Stofnsjóður er séreignarsjóður.
Við inngöngu skuldbindum við okkur lögum félagsins, eins og þau eru eða verða á hverjum tíma.
Félagið er samvinnufélag samkvæmt landslögum.
Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess, fram yfir það sem nemur stofnsjóðsinneign hvers um sig.
Sérhver félagsmaður hefur eitt atkvæði og er kjörgengur í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum félagsins.