Kaupfélag Suðurnesja 75 ára

Kaupfélag Suðurnesja 75 ára

Kaupfélags Suðurnesja hefur verið samofin sögu byggðar á Suðurnesjum  allt frá stofnun þess og til dagsins í dag.

Og í raun má segja að áhrifanna hafi gætt í allnokkur ár áður en Kaupfélagið var stofnað því að fyrirrennari þess, Pöntunarfélag VSFK og síðar KRON, höfðu veruleg áhrif til lækkunar vöruverðs og aukið vöruúrval á Suðurnesjum.

Þegar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað var pöntunarfélag V.S.F.K. eitt af stofnfélögum, fljótlega var ákveðið að opna sölubúð í Keflavík. Um það bil 4 af hverjum 5 mönnum í Keflavík urðu félagsmenn í KRON. Kaupfélag Suðurnesja er síðan stofnað 13. ágúst 1945 þegar Keflavíkurdeild KRON sagði skilið við félagið.

Kaupfélagið kom víð a við. Matvöruverslun, mjólkurbúð, bakarí, fiskverkun, fiskvinnsla, innlánastarfsemi, vefnaðarvöruverslun, fataverslun og byggingavöruverslun sem einnig þjónustaði útgerðina er meðal þess sek Kaupfélagið hefur komið að.  Sumt hefur horfið úr starfssviði félagsins en annað komið í staðinn. Kaupfélagið hefur líklega aldrei verið sterkara en í dag. Það samvinnufélag með dreifða eignaraðild. Hluti ágóða félagsins rennur til baka sem stuðningur við m.a. æskulýðs- og íþróttastarf.

Í dag eru félagsmenn orðnir ríflega  7.500.

Sögu Kaupfélagsins er gerð skil í myndum, máli og munum í Stofunnni í Duus Safnahúsum og einnig á Duustúni. Hún er opin daglega frá kl. 12:00 til 17:00 og stendur til 22. ágúst n.k.

Sýningastjóri er Helgi V. V. Biering, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

https://sofn.reykjanesbaer.is/byggdasafn/vidburdir/yfirstandandi-syningar/kaupfelag-sudurnesja-75-ara

decoration