Félagsmannakort

Félagsmannakort

Eins og fram hefur komið eru félagsmannakort KSK nú komin í Samkaupa-appið. Hjá Samkaupum er stöðugt leitað leiða til að bæta þjónustu við félagsmenn okkar.

Breyting á félagsmannakortunum er hugsuð til að samræma þjónustu og auðvelda þeim yfirsýn tilboðskjara í gegnum Samkaupa-appið. Félagsmenn fái 2% inneign sem þeir geta notað hvenær sem er í öllum verslunum Samkaupa og þannig lækkað matarkörfuna sína.

Töluvert hefur verið óskað eftir öflugri tilboðum til félagsmanna og verður aukið í þau nú samhliða breytingunni. Fjölbreytt tilboð verða í boði aðra hverja viku og sterk jólatilboð í gegnum appið.

Félagsmannakort

Við viljum alls ekki að þeir félagsmenn sem ekki hafa tök á að nota snjallsíma missi tækifærið að nýta sér afsláttarkjörin sín. Fyrir þá mun Samkaup útbúa ný félagsmannakort sem veita þannig 2% afslátt af öllum viðskiptum. Þeir sem kjósa að hafa áfram félagsmannkort úr plasti geta pantað kort með því að senda tölvupóst á samkaup@samkaup.is eða hringja í síma 421-5446 milli 8-16 til að fá frekari upplýsingar.

decoration