Félagsmannakort KSK verða rafræn í Samkaupa-appinu

Félagsmannakort KSK verða rafræn í Samkaupa-appinu

Kæri félagsmaður,

Með bréfi þess viljum við tilkynna að félagsmannakort Kaupfélags Suðurnesja (KSK) er nú komið í Samkaupa-appið. Með því er félagið og Samkaup hf. að leita leiða til bæta þjónustu við félagsmenn okkar.

Í appinu er rafrænt félagsamannakort sem mun leysa af hólmi plastkortið sem félagsmenn hafa notað. Því verður einnig hægt að nýta þau vildarkjör sem félagsmönnum stendur til boða þegar verslað er í appinu og sjálfsafgreiðslukössum en ekki bara á hefðbundnum kössum eins og verið hefur.

Með rafræna félagsmannakortinu mun félagsmannafslátturinn nú safnast upp sem inneign í appinu. Í grunninn felur breytingin í sér uppsöfnunarkerfi, þar sem inneign er sýnileg á forsíðu appsins um leið og viðskiptum lýkur. Inneignina er síðan hægt að nýta við næstu viðskipti eða safna upp til betri tíma. Þá verða rafrænar kvittanir sem veita góða yfirsýn yfir öll viðskipti, sérafslættir og markaðsefni aðgengilegt öllum félagsmönnum í appinu. Auk afsláttar í formi inneignar í öllum viðskiptum mun félagsmönnum bjóðast ýmiss tilboð sem aðeins eru fyrir félagsmenn.

Frá og með 1. október næstkomandi verður síðan hætt að nota plastkortið. Því hvetjum við alla félagsmenn okkar að sækja smáforritið „Samkaup í símann“ til að fá aðgang að rafræna kortinu. Hægt er að ná í smáforritið á App store og Google Play. Uppsetning er einföld og tenging er sjálfkrafa við vefþjón á kennitölu svo ekki er þörf að aðhafast frekar til að sækja afsláttakjörin þegar appið er sótt. Þegar mætt er í verslun er hægt að framvísa appinu á kassa eða með því að skanna QR-kóða á sjálfsafgreiðslukössum.

Nú geta allir félagsmenn KSK notað Samkaupa-appið sem reynst hefur viðskiptavinum vel frá því það var sett í loftið árið 2021.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Samkaupa www.samkaup.is, í gegnum tölvupóst á samkaup@samkaup.is eða í síma 421-5400 milli 08:00-16:00 alla virka daga. Þá hvetjum við ykkur einnig til leita eftir upplýsingum hjá starfsfólki okkar í verslunum.

 

Með félagskveðju,

Kaupfélag Suðurnesja

decoration