Persónuvernd
KSK vinnur með persónulegar upplýsingar sem einstaklingar gefa upp þegar óskað er eftir félagsaðild, þar er beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang. Það er gert til að halda utanum félagaskrá KSK og eiga þess kost að senda félagsmönnum fundarboð, sértilboð og aðrar lágmarksupplýsingar til þess að geta verið félagsmaður í KSK.
Í þeim tilvikum sem félagsmaður situr í stjórn eða vinnur launuð störf fyrir félagið er óskað eftir bankaupplýsingum og í hvaða lífeyrissjóð er greitt.
KSK vinnur eingöngu með gögn sem eru nauðsynleg og heimilt að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykki.
KSK leitast við að tryggja réttleika gagna sinna og komi í ljós að þær séu rangt skráðar eru þær uppfærðar.
Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem hafa heimild til vinna með gögnin.
Öll gögn eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar.
Einstaklingur hefur rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar KSK býr yfir um viðkomandi.
Óski félagi eftir frekari upplýsingum vinsamlega senda beiðni á KSK@ksk.is