Deila á Facebook | English

Vissir þú þetta um kanil?

Lyktin af kanil kemur okkur oft í jólaskap en hann er líka gott krydd með eplum, ýmsum kökum og í ýmsa rétti. Það er gott að setja kanil í cappucino og brot af kanilstöng í tekönnuna gefur sætt og kryddað bragð

Kanill er innsti hluti barkar kaniltrésins sem er 10 – 15 metra hátt sígrænt tré

Blóm trésins eru græn á lit og óþægilega lyktandi

Á Sri Lanka er ræktað mest af kanil en hann er líka ræktaður í Sumatra, Java, Brasilíu og Egyptalandi

Hið sterka bragð og lykt kanilsins kemur frá efni sem heitir cinnamaldehyd (lífrænt efnasamband)

Kanill er talið gott við kvefi sérstaklega ef því er blandað saman við seyði af engiferrót og hvítlauk

Kanill er líka góður fyrir konur sem þjást af verkjum vegna blæðinga

Kanill hefur góð áhrif á blóðsykursbúskapinn og því góður fyrir sykursjúka