Deila á Facebook | English

Vertu betri í að hlusta

Það að hlusta vel getur komið í veg fyrir margan misskilninginn. Þú skilur aðra betur og nálgun og trúnaður við fólkið í lífi þínu verður meiri.

Að hlusta krefst æfingar og það getur verið erfitt að láta umhverfið og hugsanir ekki trufla sig.

5 atriði sem hafa ber í huga

Vertu í góðu jafnvægi. Þú þarft að vera hress og laus við streitu til að geta einbeitt þér að þeim sem þú ert að hlusta á.

Forðastu allt sem truflar. Taktu hringinguna af símanum og slökktu á útvarpi og sjónvarpi, jafnvel þögul mynd getur truflað

Haltu augnsambandi. Það er mikilvægt og ekki freistast til að horfa út um gluggann eða á blöð sem eru nálæg.

Virk hlustun er að leyfa fólki að tala án þess að grípa fram í.

Gefðu til kynna að þú sért að hlusta. Sýndu með líkamstjáningu að þú hefur áhuga, kinkaðu kolli og gefðu frá þér hljóð sem hvetja viðkomandi til að halda áfram.

Þú hlustar ekki til að leysa vandamál annarra heldur til að aðrir geti talað um málið og vonandi fundið bestu lausnina sjálfir, því það að tala um hlutina léttir oft byrði af fólki.

Þú færð það launað því þá aukast líkurnar á að aðrir hlusti á þig ef þér liggur eitthvað á hjarta