Deila á Facebook | English

Verður maður svangur af eplum?

Rannsóknir sýna fram á að með eins háu trefjainnihaldi og raun ber vitni, ættu epli að vera mettandi. Það er aftur á móti ávaxtasýran í eplinu sem skýrir málið.

Það eru sérstaklega súru eplin sem valda hungurtilfinningu þegar við borðum þau

Svengd er einstaklingsbundin

Sumum finnst þeir finna tómatilfinningu í maganum eftir að hafa borðað epli og er það ávaxtasýrunni að kenna.
Ávaxtasýra örvar matarlystina

Vannært fólk fær orku- og próteindrykki með ávaxtasýru til að auka matarlyst en það er erfitt að segja af hv erju ávaxtasýran hefur þessi áhrif.

Líklegasta skýringin er að bragðið af ávaxtasýru vekur hungurstöðvarnar í heilanum og þegar heilinn fær örvun frá einu bragði þá langar mann í annað bragð og þar með að borða . Súra bragðið vekur löngun í eitthvað salt, biturt eða sætt og þess vegna eru lystaukar oftast hafðir með súru bragði .

Flestir sítrusávextir geta einnig haft þessi áhrif og þess vegna ætti að velja sæta ávexti sem eru seðjandi eins og banana eða perur sérstaklega ef fólk vill grenna sig.

Epli innihalda þó mikið vatn og trefjar og hafa því mikið næringargildi en ef fólk finnur til svengdar við að borða þau þá má hafa þau sem hluta af aðalmáltíð eða eftirrétti.