Deila á Facebook | English

Svona losnar þú við táfýlu

Táfýla er hvimleið og kemur af því að það myndast smjörsýra (sem finnst einnig í þroskuðum osti) en það er ekki ástæða til að leyfa því að gerast

Þvoðu þér um fæturnar á hverjum degi með sápu sem fjarlægir bakteríurnar. Þurrkaðu vel sérstaklega milli tánna því rakinn býður upp á sveppamyndun

Notaðu rakakrem til að halda fótunum mjúkum og lausum við sprungur sem eru kjöraðstæður fyrir sveppi

Þvoðu sokkana þína í heitu vatni (60°) ef það er of heitt þá skaltu nota Rodalon sótthreinsunarefni

Ef þú ert með raka fætur eða æfir íþróttir þá þarftu að hugsa vel um skóna þína og helst að nota skó sem fæturnir geta „andað“ í. Taktu innleggin úr skónum,  viðraðu þau og þvoðu þau með Rodalon og skóna að innan

Ef fæturnir eru of lengi í bleyti (meira en 5 mín.) þá leysist fitulag húðarinnar upp og hún verður móttækilegri fyrir bakteríunum og sveppum. Notaðu helst salt og mildar sápur við fótaþvott

Ef fæturnir „lykta“  enn  þótt þú hugsir svona vel um þá, þá er hægt að kaupa Lamicil—kúr  í apótekinu og ef það virkar ekki heldur þá þarftu að hafa samband við lækni og fá lyf