Deila á Facebook | English

Fáðu það besta út út gasgrillinu þínu

Það er ekki rétt að það vanti alltaf kolabragðið þegar maður notar gasgrill. Það fer eftir því hvaða tegund af grilli maður velur og hvernig er grillað á því. Mörg gasgrill eru með það sem heitir „flavorizer bars“ eða málmstangir sem fitan og krafturinn úr grillmatnum lekur niður  á og brennur þar og gefur grillbragð af matnum.

Grillaðu oft – líka á virkum dögum

Grill hentar sérstaklega vel þeim mat sem þarf stuttan tíma eins og hamborgara og þunnum  kjötsneiðum. Á gasgrilli með mörgum brennurum þá er gott að hafa einn brennarann á fullu og steikja sneiðarnar í 1 – 2 mínútur á hvorri hlið svo það myndist gómsæt steikarskorpa og færa þær svo á annan brennara sem er með lágan hita.

Grillaðu bestu pizzur og kransakökur í heimi

Pizzan hefast betur og skorpan verður stökkari á grilli en í ofni og bragðið verður frábært.
Kransakaka úr úrvalsmarsipani bökuð á grilli dregur fram  möndlubragðið sem næst ekki í venjulegum ofni.
Fylgstu með vindinum – hann er verstur því hann kælir og hitinn getur sveiflast um allt að 50° en best er að hann sé stöðugur.

Kauptu grill með hitamæli og mundu bara 3 stillingar:

Grænmeti og þess háttar þurfa 150°, steikur 200°og pizzan allan þann hita sem grillið nær.