Deila á Facebook | English

Er sykurlaust tyggjó gott fyrir tennurnar

Allir vita að sykur er ekki góður fyrir tennurnar. Hvað með gervisætuna sem er í tyggjói ef hún er í návígi við tennurnar þegar tuggið er lengi? Tyggjó er fyrst og fremst gott til að örva munnvatnsmyndun. Í munnvatni eru meðal annars ensímin ptylanin(sterkjukljúfur) og lysozym (leysiensím) sem meðal annars brýtur niður sterkju úr mat og drepur bakteríur. Best er að nota sykurlaust tyggjó, annað tyggjó eykur hættuna á tannskemmdum . Sykurlaust tyggjó inniheldur ýmis sætuefni sem hafa sömu áhrif og venjulegur sykur en auk þess að hafa sætubragðið hefur eitt efnanna góð áhrif á tennurnar og því gæti verið gott að bæta sykurlausri tuggu við tannburstunina

Sætuefnið xylitol er náttúrulegt og finnst í ýmsum plöntum,  ávöxtum,sveppum, berjum og höfrum. Það er notað í tyggjó sem sætuefni og gefur sama sætubragð og sykur. Xylitol inniheldur þó þrisvar sinnum færri kaloríur. Það er mest notað í tyggjó en líka í tannkrem, hóstasaft og lyf. Tyggjó er blanda af náttúrugúmmíi, sætuefnum, bragð-, litar-, og mýkingarefnum og í sumum tilfellum efnum sem eiga að vernda tennurnar. Sætuefnin geta verið sykur, sorbitol (úr maís eða hveiti), xylitol ( úr maís eða birkiberki), og/eða aspartam(sem er efnablanda sem sætir 200 sinnum meira en sykur).Bragðefnin geta verið: lakkrís, mentol, piparmynta, jarðarber, sítróna, epli og fleiri. Tyggjó sem er selt sem „hollt“ inniheldur oftast zink, calcium, fluor eða vítamín.

Venjulegt tyggjó inniheldur: 59,5% sætuefni, 2% mýkingarefni, 3% tannverndandi efni, 3,5% bragðefni og 30% gúmmí.