Deila á Facebook | English

Er í lagi með glútein?

Glútein er prótein í kjarna korns eins og hveiti, rúg, bygg og höfrum

Það er ekki bara hvítt hveiti sem er talið óhollt. Kolvetni, glútein og brauð almennt er ekki efst á vinsældalistanum í dag og fólk getur orðið alvarlega veikt ef það er með glúteinóþol. Glúteinóþol getur eyðilagt slímhúðina í þörmunum svo þeir geta ekki tekið upp næringu úr fæðunni.

Glúteinóþol er greint af læknum með blóðprufu og smásjárskoðun þarmanna.
Margir þjást af glúteinóþoli, ristilvandamálum og magasjúkdómum sem má rekja til glúteins. Ef þú átt vanda til að fá magaverki eða ristilvandamál hrjá þig þá getur þú prófað þig áfram með að draga úr eða auka neyslu á glúteinríkri fæðu. Mundu samt að langflestir þola glútein ágætlega og að þú þarft að fara til læknis til að fá úr því skorið hvort þú ert með glúteinóþol eða ekki

Glútein finnst í: hveiti af öllu tagi, heilhveiti,hveitiklíði, hveitikími, couscous, spelti, rúgmjöli, haframjöli, byggi, matvinnslurjóma og kökum, kexi, pasta og bökunarblöndum sem þessi efni eru í.

Glútein getur verið í morgunkorni, kjötdeigsvörum, paté, pylsum, sósum, kjötkrafti, tilbúnum matvörum, áleggi, kartöfluflögum, steiktum lauk, sinnepi, tómatsósu, majonnaise,remúlaði, karrýi, kryddblöndum, fylltu súkkulaði, lakkrís, karamellum, hlaupi og öli