Deila á Facebook | English

Er eldhúsvaskurinn stíflaður?

Ef það rennur ennþá aðeins vatn niður þá skaltu hella sjóðandi vatni í niðurfallið. Ekki nota sóda eða stífluhreinsi því í þeim er eiturefni sem geta gert illt verra.
 
Notaðu drullusokk ef niðurfallið er alveg stíflað. Settu drullusokkinn yfir niðurfallið, fylltu vaskinn af vatni og haltu fyrir yfirfallið og pumpaðu nokkrum sinnum upp og niður til að losa stífluna.
 
Hreinsaðu vatnslásinn. Ef það virkar ekki þá skaltu loka fyrir vatnið, skrúfa vatnslásinn frá og hreinsa hann. Mundu að setja fötu undir.
 
Ef affallið fer án vatnsláss í niðurfall þá skaltu hreinsa niðurfallið.
 
Ef vaskurinn er ennþá stíflaður eftir þessar aðgerðir – skaltu hringja í pípulagningarmann.