Deila á Facebook | English

Einföldu leiðirnar eru oft bestar

Notaðu töng til að fjarlægja hefti og til að opna hringinn á lyklakippunni og þú brýtur ekki neglurnar

Settu uppþvottaburstann, derhúfur og svampa í uppþvottavélina öðru hvoru og þeir verða sem nýir

Klipptu kryddjurtir (rosmarín, oregano, steinselju, graslauk ofl. ) niður með skærum í stað þess að saxa á bretti. Þú losnar við hættuna á að skera þig og þú þarft ekki að þvo skurðarbrettið

Notaðu ískúluskeiðina þegar þú þarft að skera niður vatnsmelónu og fleiri mjúka ávexti og grænmeti

Settu nokkra dropa af augndropum í gamla þurra maskarann þinn og hann verður sem nýr

Haltu naglanum föstum með greiðu og þú slærð ekki á puttana á þér þó þú hittir ekki

Lokaðu pokum sem þú notar bara hluta af með plastræmunni sem þú klipptir af ( þvert yfir með því að hnýta fyrir með henni

Settu teygjur um höldurnar á málningardollunni  þannig að þær liggi þvert yfir hana og strjúktu af penslinum og dollan verður laus við málningarslettur

 Frystu vatn í vatnsblöðrum til að halda kulda í kæliboxinu. Þær eru skemmtilegri og halda meiri kulda en kælipakkarnir sem eru til þess ætlaðir