Deila á Facebook | English

Að verða betri í að muna það sem þú lest

Lykillinn er einbeiting: Prófin eru framundan. Þú þarft að lesa flókna skýrslu fyrir næsta fund í vinnunni . Þú lest og lest, en orðin hverfa, og þú manst ekki það sem þú varst að lesa.

Ef lesturinn á ekki að vera tímasóun þá þarft þú að einbeita þér við lesturinn, því einbeiting og athygli er það sem við þurfum til að tileinka okkur þekkingu. 

Staldraðu við: Það getur verið erfitt að einbeita sér þegar maður verður fyrir truflunum. Þetta þekkir þú. Þú reynir að lesa pappírshauginn sem (kennarinn) yfirmaðurinn sendi þér en þá fer heilinn á flug. Þú ferð að hugsa, hvað á ég að hafa í matinn í kvöld. Hvað sagði betri helmingurinn í morgun? Næ ég að slá blettinn í kvöld? Þessar hugsanir trufla þig og þú missir einbeitinguna og þar með möguleikana á að læra eitthvað nýtt. 

Að gera marga hluti í einu er ekki alltaf jákvætt: Að gera marga hluti í einu er ekki alltaf góður hæfileiki. Þegar þú ert að lesa finnst þér þú þurfa að kíkja á tölvupóstinn eða lesa SMS sem þú færð og þarft að skoða strax. 

Mundu hléin: Það getur vel verið að þú viljir ljúka lesningunni í hvelli en það er nauðsynlegt að taka hlé. Taktu stutt hlé á hálftíma fresti. Hléin mega ekki vera meira en 5 mínúturog það má ekki nota þær til að fara á Facebook, Instagram eða til að skoða e-mail eða SMS og alls ekki bóka sumarbústað eða utanlandsferð.

Notaðu liti: Heilinn man best það sem tengist tifinningum eða myndum. Þessvegna manstu betur kiljuna sem þú last í sumarfríinu en vinnu/skóltengda efninu sem þú last í gær. Þegar við lesum ákveðið fag eða vinnutengd skjöl þá þurfum við að hjálpa heilanum sem elskar liti. Hafðu því alltaf 3-4 liti tiltæka og skrifaðu litríkar glósur. Mundu líka að ef þú getur teiknað það sem þú last þá hefur þú skilið það og þá er auðveldara að kalla það fram úr minninu þegar þú þarft á að halda. 

Endurtaktu, endurtaktu, endurtaktu: Endurtekning gerir kraftaverk.Þessvegna munum við munum við ennþá símanúmmer foreldra æskuvinanna en munum ekki númmer makanna sem er hvort sem er í minninu í gemsanum.