Deila á Facebook | English

Að hlaupa í kulda

Margir hlauparar hvíla yfir veturinn en það er engin ástæða til þess. Þú þarft bara að  huga vel að klæðnaði þínum og hugsa fyrst og fremst um þá staði líkamans þar sem endastöðvar blóðstreymisins eru og mesta hættan er á kuli eins og hendur, eyru nef og höku

Húð líkamans er hitastillirinn og þess vegna er gott að vera með vettlinga,húfu eða eyrnaskjól til að halda hitanum á óvarinni húð og spara orku þegar kalt er í veðri

Stilludagur, þótt hitastigið sé vel undir frostmarki er frábær til að fara út að hlaupa. Tveggja gráðu hiti í regni og roki er miklu verri

Hitaðu upp því fyrstu mínúturnar frá stofuhita til kuldans eru varasamar. Nokkur hröð hlaup á staðnum, háar hnélyftur eða hopp koma líkamanum af stað og þú átt auðveldara með að halda á þér hita frá byrjun. Það tekur líkamann nefnilega nokkurra kílómetra hlaup til að framkalla  þann hita sem lætur þig ekki finna fyrir kuldanum

Hægðu á hlaupunum svo þú hafir stjórn á aðstæðum þegar þú lendir í hálku eða snjóþungum svæðum

Mundu að drekka vatn því líkaminn þarf á meiri vökva að halda, sérstaklega í löngum hlaupum þótt kalt sé í veðri

Ef hlaupaferðin endar ekki heima hjá þér þá þarftu að hafa þurr og hlý föt meðferðis því sveittur líkami verður ískaldur á örfáum mínútum og þú þarft að skipta innst sem yst. Best er að sjálfsögðu heitt  bað sem mýkir vöðvana, því aðalmálið er að koma líkamshitanum í samt horf