Deila á Facebook | English

Á að láta fólki bregða þegar það er með hiksta?

Drekktu vatn og beygðu höfuðið niður, stattu á höfði, haltu niðri í þér andanum, andaðu í poka, láttu þér bregða – svona eru ráðin sem flestir fá við hiksta en eru þau að virka.

Flest ráð sem fólk fær eru frekar hefðir fjölskyldna, eins og að láta bregða eða borða skeið af sykri en árangursrík ráð. Eitt ráðið er þannig að þú færð þér stórt vatnsglas, dregur djúpt andann og drekkur 7 stóra sopa af vatninu án þess að draga andann inn á milli sopa.

Hiksti kemur þegar þindin dregst skyndilega saman, hvers vegna vitum við ekki en það er eitthvað sem ertir vélindað.

Það getur verið sterkur matur eða áfengi sem ertir slímhúðina í hálsinum eða matur sem festist í vélindanu og þindin dregst saman til að reyna að losa hann.

Það getur verið erfitt að greina hvort hikstinn er venjulegur hiksti eða merki um blóðtappa, heilablóðfall, blæðingar í heila, flogaveiki eða heilabólgur.

Þess vegna ferðu til læknis ef þú hefur hikstað í meira en 2 daga