Deila á Facebook | English

9 fæðutegundir að forðast við brjóstsviða

Brjóstsviði er óþægilegur og sumir fá hann oftar en aðrir en hann færð þú ef sýra frá maganum berst upp í vélindað. Sumir fá brjóstsviða þegar þeir beygja sig fram eða leggjast niður – sérstaklega ef maginn er fullur og fólk hefur borðað eða drukkið of mikið.

Kolsýruríkir drykkir valda því að maginn þenst út og því eykst álag á hringvöðvann sem er milli magans og vélindans og magasýran kemst upp í vélindað og þú færð brjóstsviða.

Koffein hefur slævandi áhrif á hringvöðvann og því ættu þeir sem eiga vanda til að fá brjóstsviða að draga úr kaffidrykkju.

Áfengi hefur hvað mestu áhrifin, ekki síst ef þú hefur borðað ríkulega máltíð sérstaklega ef hún er sýrublandin með ávöxtum ofl.

Ostur, avokado og hnetur innihalda mikla fitu sem veldur því að það hægist mikið á niðurbroti í maganum og leiðir til brjóstsviða. Ostaveisla eftir góða máltíð getur því haft slæmar afleiðingar

Piparmynta, hvítlaukur og laukur geta líka haft slakandi áhrif á hringvöðvann og magann og þar með aukast líkur á brjóstsviða

Kryddaður og bragðsterkur matur geta einnig valdið brjóstsviða. Þú getur prófað að útbúa sterkar  og kryddaðar máltíðir til að komast að hversu kryddaðar máltíðir þínar ættu að vera

Tómatar og sítrusávextir (appelsínur, sítrónur, grape ofl.) innihalda mikið af sýru og því kemur ekki á óvart að citrusávextir og safi þeirra valda brjóstsviða, sérstaklega ef þeirra er neytt á tóman maga