Deila á Facebook | English

7 verkir sem þarf að fylgjast með

Verkir eru alltaf skilaboð frá líkamanum um að eitthvað sé að. Stundum getur verið um alvarleg boð að ræða og nauðsynlegt er að hafa samband við lækni til að kanna málið nánar

Versti höfuðverkur í heimi gæti verið merki um skútabólgur, sérstaklega ef um kvef er að ræða. Mjög slæmur höfuðverkur getur þó orsakast af heilablæðingu, æxli eða slagæðagúlp (aneurisme) sem er sjaldgæf útvíkkun  á slagæð

Sársauki og óþægindi fyrir brjósti, hálsi, kjálka, öxlum, handlegg eða kviði

Verkur fyrir brjósti getur verið af völdum lungnabólgu eða hjartaáfalls. Hjartaþrautum fylgja þó oftast óþægindi fremur en sársauki eins og þyngsli fyrir brjóstinu, líkt harðsperrum. Óþægindi sem stafa frá hjarta geta líka komið fram í hálsi, kjálka, vinstri öxl eða handlegg og sérstaklega geta konur fundið fyrir óþægindum í kviðarholi

Sársauki í lendum eða milli herðablaðanna getur verið ávísun á gigt en ef sársaukinn kemur snögglega gæti það bent til að það sé rof í ósæðarvegg (aorta- dissektion)

Magaverkir geta vísað til botnlangabólgu en gallblöðruvandamál, briskirtill, magasár og harðlífi geta valdið heiftarlegum magaverkjum

Sársauki í vöðvum fótleggja geta stafað af blóðtappa. Það hljómar ekki mjög hættulegt en getur orðið það ef blóðtappinn losnar og endar í lungunum. Litabreytingar, bólgur og skyndilegur sársauki geta verið merki um að það sé blóðtappi í fætinum

Brennandi sársauki í fótum og leggjum geta bent til að taugarnar hafi skaðast og /eða að um sykursýki sé að ræða

Vægur höfuðverkur, magapína eða verkir í fótum eru algengir kvillar hjá þeim sem þjást af þunglyndi og geta oft tengst því

Heimilir frá: www.wbmd.com