Deila á Facebook | English

10 goðsagnir um skyndihjálp

1: Haltu fingrinum undir köldu vatni ef þú hefur skorið þig. Nei, haltu fingrinum hátt uppi og settu  umbúðir á hann

2: Smjör er gott við bruna. Forðastu það því húðin er heit og bræðir feitina og eykur brunann í stað þess að kæla. Notaðu kalt vatn og mikið af því

3: Það er betra að gera ekkert en að gera eitthvað rangt. Það fer eftir því hvað þú gerir rangt en alltaf skal kalla/hringja á hjálp og tryggja að hjálp berist sem fyrst . Aðeins má flytja fólk til ef það er í hættu þar sem það er statt.

4: Þú getur verið dregin til ábyrgðar ef viðkomandi skaðast eða deyr. Það er ekki rétt og á frekar við um ef þú aðstoðar ekki eða kallar ekki á hjálp.

5: Við miklar blæðingar á að binda fyrir æðina. Það á ekki að gera heldur setja grisju yfir sárið og þrýsta fast því annars er hætta á að skaða vefina í kringum sárið.

6: Ef maður blæs of kröftuglega getur maður skaðað lungu þess sem blásið er í. Það þarf að hafa í huga með lítil börn en ef þú blæst of mikið loft í fullorðinn, fer loftið sem ekki kemst í lungun í magann. Það getur valdið uppköstum sem getur lokað öndunarveginum.  Ef þú getur blásið dýnu upp í einum andardrætti getur þú kannski skaðað lungun, annars skaltu alltaf blása kröftuglega.

7: Til að stoppa blóðnasir áttu að halla höfðinu afturábak. Nei, þá rennur blóðið niður í hálsinn. Haltu fyrir nefið og hallaðu þér áfram og það er gott að setja klaka í munninn svo blóðið storkni fyrr.

8: Þú getur skaðað hjarta þess sem þú gefur hjartahnoð ef hjarta hans slær ennþá. Nei, ef þú slærð mjög fast getur þú skaðað bringubein og rifbein en ef þú framkvæmir hjartahnoð rétt getur þú ekki skaðað hjartað.

9: Það þarf mikla reynslu til að geta veitt skyndihjálp. Ekki nauðsynlega því það er margt sem þú getur gert án þess að hafa sótt námskeið í skyndihjálp.

10: Ef þú brennir þig á marglyttu þá skaltu pissa á svæðið. Nei, það hjálpar ekki. Taktu kreditkortið þitt eða sköfu og skafðu staðinn sem þú brenndir þig á til að ná út broddunum sem spýta eitri í húðina.