Deila á Facebook | English

10 góð ráð með nestið fyrir börnin

Útbúðu nestið daginn áður. Það er auðveldara að útbúa hollt nesti ef maður hefur góðan tíma og ró og næði. Þetta þarf að vera í hollu nesti til að uppfylla næringargildið

  • Grænmeti – til að naga, salat eða álegg
  • Brauð – helst rúgbrauð eða gróft brauð
  • Álegg – kjöt, ostur eða egg
  • Fiskur – að minnsta kosti ein tegund
  • Ávextir – eitthvað ferskt og sætt.

Gerðu nestið skemmtilegt. Útbúðu samloku á spjóti. Notaðu rauða papriku, gúrku, ost og rúgbrauð í stórum teningum til skiptis eða settu í tortillubrauð sem þú skerð svo í tvennt eða leyfðu barninu að setja í pítubrauð.

Útbúðu nestið sem gjafaöskju. Láttu innihaldið í litlar plastdollur eða pakkaðu því inn í bökunarpappír og settu litla slaufu á.Veldu gróft brauð og skerðu það út með kökuformum í skemmtilegar myndir, bangsahausa, andlit, hringi, þríhyrninga eða hjörtu.

Skreyttu matinn alltaf með grænu eða settu grænt undir áleggið. Þannig tryggir þú grænt nesti. Notaðu avocado sem smjör, leggðu gúrkusneiðar, rauða papriku eða tómat undir áleggið. Það er líka hægt að útbúa mauk úr soðinni gulrót eða broccoli í stað smjörs.

Forðastu sælgæti, kökur eða súkkulaði en sjáðu til þess að barnið fái sætubragð. Skerðu ávexti í teninga og settu í sér box og það má setja skeið af léttjógúrt yfir eða kotasælu og strá kanil yfir. Það er mikilvægt að barnið fái fisk og því skaltu setja túnafisk, einhvers konar síld eða sardínur í tómat í litla plastdollu með eða nota afganginn af fiskibollunum.